Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur mars 2018

Í mars flutti Icelandair 260 þúsund farþega og voru þeir 4% fleiri en í mars á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 7% og sætanýting var 81,9% samanborið við 80,7% í sama mánuði í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru 28 þúsund í mars og fækkaði um 2% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 7% samanborið við mars 2017. Sætanýting nam 59,9%. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 25% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 5% frá því á síðasta ári.

Fjöldi framboðinna herbergjanótta jókst um 4% á milli ára, sem skýrist af opnun Reykjavík Konsúlat hótelsins í miðbæ Reykjavíkur. Herbergjanýting á hótelum félagsins dróst saman á milli ára var 78,0% samanborið við 86,0% í fyrra. Lakari herbergjanýting skýrist aðallega af Reykjavík Konsúlat hótelinu en fyrsti rekstrarmánuður nýs hótels er iðulega með lága herbergjanýtingu þar sem það hefur ekki verið bókanlegt nema í stuttan tíma.

ICELANDAIR MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 259.947 248.865 4% 659.153 654.863 1%
Sætanýting 81,9% 80,7% 1,2 %-stig 76,3% 76,9% -0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm.
(ASK'000.000)
1.000,1 938,6 7% 2.675,6 2.566,6 4%
AIR ICELAND CONNECT MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 28.294 28.752 -2% 72.443 71.471 1%
Sætanýting 59,9% 62,3% -2,4 %-stig 60,0% 63,9% -3,9 %-stig
Framboðnir sætiskm.
(ASK'000.000)
17,5 16,4 7% 44,0 38,8 13%
LEIGUFLUG MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 100,0% 99,0% 1,0 %-stig
Seldir blokktímar 2.949 2.360 25% 8.658 6.078 42%
FRAKTFLUTNINGAR MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.546 10.005 5% 30.537 24.927 23%
HÓTEL MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 28.872 27.807 4% 79.765 80.730 -1%
Seldar gistinætur 22.509 23.912 -6% 61.720 64.657 -5%
Herbergjanýting 78,0% 86,0% -8,0 %-stig 77,4% 80,1% -2,7 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, frstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

Attachments

  • Original document
  • Permalink

Disclaimer

Icelandair Group hf. published this content on 06 April 2018 and is solely responsible for the information contained herein. Distributed by Public, unedited and unaltered, on 06 April 2018 17:25:09 UTC