Reykjavík, 13. nóvember, 2014 - Nasdaq Iceland (Kauphöllin) gefur í dag út skýrslu um hvernig megi auka virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur til umbóta sem eru til þess fallnar annarsvegar að auðvelda fyrirtækjum leiðina á markað sem og veru þar, og hinsvegar að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaði. Tillögurnar eru afrakstur samtals Kauphallarinnar við breiðan hóp markaðsaðila á síðastliðnum mánuðum og endurspegla hvar helst úrbóta sé þörf. Alls eru tillögurnar tíu talsins og þeim fylgja tímasettar aðgerðir eða verkefni sem Kauphöllin hyggst framkvæma í samstarfi við hagsmunaaðila.

Tillögur Aðgerðir      Aðgerðum      lokið
Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga Tillaga að breytingum með hliðsjón af framkvæmd í nágrannalöndum. Kynna fyrir stjórnvöldum.
28.02.2015
Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga Tillaga að breytingum með hliðsjón af framkvæmd í nágrannalöndum. Kynna fyrir stjórnvöldum.
28.02.2015
Stytta ferli við töku til viðskipta Kanna leiðir til að stytta ferli inn á markað 31.05.2015
Staðlaðir skilmálar skuldabréfa Efna til samstarfs meðal hagsmunaaðila um gerð staðlaðra skilmála skuldabréfa 30.09.2015
Auka fræðslu til markaðsaðila Leggja févíti undanfarinna ára í sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar.  Fjölga reglubundnum námskeiðum fyrir markaðsaðila.
31.05.2015
Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum Koma gögnum er varða viðurlög á einn stað á vefsíðu Nasdaq.
Vekja athygli markaðsaðila á skýrslum eftirlitsins.

31.12.2014
Auknar heimildir lífeyris - og verðbréfasjóða til verðbréfalána Gera tillögu að breytingum m.t.t. ákvæða í lögum nágrannaríkjanna í samstarfi við hagsmunaaðila 28.02.2015
Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar Innleiðing viðskiptarofa á skuldabréfamarkaði 31.01.2015
Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF Tala áfram fyrir breytingum á lífeyrissjóðalögum 31.12.2014
Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa Kynna afstöðu Kauphallarinnar fyrir stjórnvöldum 31.03.2015

Frekari umfjöllun og útfærslu á hverri og einni tillögu má finna í skýrslunni hér.

" Miklar vonir eru bundnar við grósku í nýsköpun og vöxt smærri fyrirtækja sem einn megin drifkraft hagvaxtar á komandi árum, en takmarkaður aðgangur margra smærri fyrirtækja að fjármagni flækir málið.", segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. " Víða í Evrópu er uppi svipuð staða.  Við skýrslugerðina höfðum við það í huga að draga fram álit breiðs hóps markaðsaðila á því hvernig mætti bæta bæði fjármögnunarumhverfi smærri fyrirtækja sem og bæta önnur þau atriði sem yrðu íslenskum verðbréfamarkaði, fyrirtækjum og fjárfestum til hagsbóta. Nú er bara að bretta upp ermar og láta verkin tala."

Systurkauphallir Kauphallarinnar á Norðurlöndum hafa undanfarið ár birt skýrslur um nauðsynlegar umbætur á umgjörð verðbréfamarkaðar í sínum heimalöndum. Þessar skýrslur hafa verið unnar í samvinnu við helstu þátttakendur á verðbréfamarkaði. Kauphöllin fetaði svipaða braut og kallaði eftir sjónarmiðum fjölbreytts hóps þátttakenda á verðbréfamarkaði í þessu verkefni. Aðilar frá eftirfarandi hagsmunaaðilum komu að verkefninu: Samtökum sprotafyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Framtakssjóðum, sjóðastýringarfyrirtækjum, fyrirtækjaráðgjöfum, Landssamtökum lífeyrissjóða, Samtökum sparifjáreigenda, Félagi löggiltra endurskoðenda, útgefendum verðbréfa og kauphallaraðilum.

#

Um Nasdaq

Nasdaq  (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,400 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 8,5 billjón Bandaríkjadala. Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, Nasdaq Riga, Nasdaq Stockholm, Nasdaq Tallin, Nasdaq Vilnius, Nasdaq Clearing og Nasdaq Broker Services eru vörumerkin fyrir Nasdaq OMX Copenhagen A/S, Nasdaq OMX Helsinki Ltd., Nasdaq OMX Iceland hf., Nasdaq OMX Riga, AS, Nasdaq OMX Stockholm AB, Nasdaq OMX Tallinn AS, Nasdaq OMX Vilnius, Nasdaq OMX Clearing AB, Nasdaq OMX Broker Services AB. Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm . Nasdaq Baltic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Tallinn, Nasdaq Riga og Nasdaq Vilnius. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktuwww.nasdaqomx.com

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         Sími: 525 2844/868 9836

distributed by